ÖRUGGBORG
STYRKJA UN WOMEN Á ÍSLANDI
NEI UPPLIFÐU AÐRA HLIР Á MYNDBANDINU MEÐ SNJALLSÍMA ÞÍNUM. #oruggborg
+ UPPLIFÐU MYNDBANDIÐ Í FULLRI SKJÁSTÆRÐ OG MEÐ HLJÓÐI
HJÁLPAÐU MÉR! ÝTTU ÍTREKAÐ Á „UPP“ Á LYKLABORÐINU
133866 FARÐU INNÁ M.ORUGGBORG.IS Á SÍMANUM ÞÍNUM OG SLÁÐU INN ÞENNAN KÓÐA UPPLIFÐU AÐRA HLIР Á MYNDBANDINU MEÐ SNJALLSÍMA ÞÍNUM SLEPPA
OFBELDI GEGN KONUM ER HEIMSFARALDUR
ÖRUGG BORG ViÐ viljum öll búa í öruggri borg. Deildu myndbandinu meÐ því aÐ smella á takkana hér aÐ neÐan. unniÐ af TAKTU ÞÁTT GERUM borgir öruggari fyrir konur og börn út um allan heim. Sendu sms-iÐ oruggborg í 1900 og styrktu UN women um 1900 kreÐA SLÁÐU INN símaNÚMERIÐ þitt hér* Nánar #oruggborg *1900 kr. verða gjaldfærðar á símreikning þinn. Ég gef UN Women á Íslandi leyfi til aÐ hafa samband viÐ mig. Styrkja Spila aftur

OFBELDI GEGN KONUM ER HEIMSFARALDUR

99,3 prósent kvenna og stúlkna á þéttbýlissvæðum í Egyptalandi hafa upplifaÐ kynferÐislega áreitni og um helmingur þeirra verÐur fyrir áreitni daglega
95 prósent kvenna í Nýju Delí á Indlandi finnst þær ekki öruggar á götum úti. 73 prósent þessara kvenna upplifa ekki einu sinni öryggi í sínu nánasta umhverfi
Þrír af hverjum fjórum karlmönnum í sömu rannsókn telja aÐ konur eigi sjálfar sök á ofbeldinu þar sem þær bjóÐi upp á þaÐ meÐ tilteknum klæÐnaÐi
43 prósent kvenna í London hafa upplifaÐ kynferÐislega áreitni á götum úti á síðastliÐnu ári
42 prósent kvenna í Kígalí óttast að sækja skóla í dagsbirtu og 55 prósent eftir myrkur. Ótti viÐ áreitni hefur áhrif á daglegt líf kvenna og skerÐir lífsgæÐi þeirra verulega
Konu er nauÐgaÐ á 90 sekúnda fresti í SuÐur Afríku
Um 70 prósent íslenskra kvenna upplifa sig óöruggar í miÐborg Reykjavíkur aÐ næturlagi

UM ÖRUGGAR BORGIR

Ofbeldi gegn konum, stúlkum og börnum í almenningsrýmum er hnattrænt vandamál. Meira að segja í öruggustu borgum heims eins og Reykjavík verða konur fyrir ofbeldi af ýmsu tagi. Í öðrum borgum er slíkt ofbeldi daglegt brauð. Aldur, samfélagsstaða og klæðaburður hefur engin áhrif á hvort konur eða stúlkur verði fyrir kynferðisofbeldi eða áreitni á opnum svæðum.

Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Initiative) er alþjóðlegt verkefni UN Women. Borgaryfirvöld 18 landa hafa heitið því að gera borgina sína öruggari fyrir alla og Reykjavík hefur nú bæst í hópinn og mun vinna að bættu öryggi kvenna og barna.

MarkmiÐ Öruggra borga er aÐ skapa konum, unglingum og börnum öruggt líf í borgum án ótta viÐ ofbeldi og er það unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Leitast er eftir að auka öryggi, koma í veg fyrir og/eða draga úr ofbeldi, virkja og efla kvennasamtök og talsmenn barna og móta þannig öruggt og traust umhverfi fyrir alla.

Borgir sem þegar hafa náð miklum árangri með verkefninu/samstarfinu eru t.d Kaíró, Nýja Delí, Port Moresby og Kígalí. Reykjavík er fjórða vestræna borgin (á eftir Winnipeg, Dublin og Sakai) til að taka þátt í verkefninu.


Hugarfarsbreyting meÐal karlmanna er frumforsenda þess aÐ kynferÐisofbeldi linni en meÐ einföldum og ódýrum aÐgerÐum er hægt aÐ draga úr kynbundnu ofbeldi á almenningssvæÐum og gera borgir öruggari fyrir konur og stúlkur svo að þær geti mætt til vinnu, gengiÐ í skóla, átt sér félagslíf og veriÐ virkir samfélagsþegnar.


Einfaldar tæknilausnir líkt og aukin götulýsing, smáforrit í síma og rafrænt bankakerfi hafa reynst byltingarkenndar lausnir í forvörnum kynbundins ofbeldis. Aukin löggæsla, betra borgarskipulag og aukin vitund borgara um kynferðisofbeldi hefur einnig skipt sköpum fyrir betri og öruggari borgir.

Dæmi um verkefni UN Women:

Fyrsta skrefið í átt að betri og öruggari borgum er að leiða saman borgaryfirvöld, lögreglu, frjáls félagasamtök sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis og kvennasamtök til að greina hvar ofbeldi á sér stað og við hvaða aðstæður, með það að leiðarljósi grípa til viðeigandi aðgerða.


NÝJA DELÍ

Augu heimsins beindust að Nýju Delí í kjölfar hrottalegrar árásar á unga stúlku í strætisvagni í lok árs 2012 sem leiddi til dauða hennar. Því miður var sú árás langt í frá að vera einsdæmi og því mikilvægt að Nýja Delí taki þátt í verkefni UN Women.

Fyrsta skref verkefnisins var að halda samráðsfundi með konum og ungmennum í sjö úthverfum borgarinnar. Fundirnir mörkuðu tímamót þar sem í fyrsta skipti var litið á kynbundið ofbeldi sem hluta af borgarskipulagsvanda. Einnig var þetta í fyrsta skipti á Indlandi sem raddir kvenna fengu hljómgrunn varðandi skipulag á sínu nærumhverfi.
Kröfur kvennanna voru skýrar. Almenningsrými þurfa að vera betur lýst, öryggi við almenningssalerni og strætis- vagnastöðvar aukið, gangstéttir gerðar breiðari og helstu skólaleiðir öruggar. Bæta þarf þjónustu þolenda kynferðis- ofbeldis með neyðarmóttökum sem opnar eru allan sólarhringinn og auka fjölda símaklefa um alla borg þar sem hægt að hringja í neyðarnúmer.

Þessar einföldu leiðir hafa leitt til þess að konur upplifa nú þegar meira öruggi á ferð um borgina, sem og í garð yfirvalda. Tilkynningar til lögreglu í kjölfar árása hafa aukist til muna.


Rio de Janeiro

Kynferðisofbeldi er stórt vandamál í Brasilíu og víða í Rio de Janeiro er ofbeldi gegn konum daglegt brauð. Fátækt hindrar marga íbúa Rio í að sækja þjónustu eftir kynferðisbrot og einnig skortir upplýsingar um hvert eigi að leita þegar brotið er á þeim. Á síðustu árum hefur brasilíska stjórnin lagt mikið fé til fjarskiptamála þar sem aðgengi fólks að farsímakerfum og internettengingu hefur verið stórbætt og meirihluti íbúa fátækrahverfa á nú og notar farsíma og tölvur. Í kjölfarið kom UN Women á laggirnar vefsíðu og snjallsímaforriti með upplýsingum fyrir konur og stúlkur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Verkefnið er dæmi um hve áhrifaríkar einfaldar tæknilausnir geta verið fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Konur og stúlkur í 10 fátækrahverfum Rio nýta sér nú tæknina til að leita sér upplýsinga um réttindi sín, hvert skal leita til að fá hjálp og hvaða gjaldfrjálsa þjónusta er í boði. Vefsíðan og smáforritið veita upplýsingar um símanúmer og heimilisföng kvennaathvarfa, lögreglu og heilsugæslu og hvar hægt er að nálgast sálfræði- og lagalega aðstoð.


Port Moresby

Konur eru 85 prósent þeirra sem vinna á mörkuðum Port Moresby í Papúa Nýju Gíneu. Samkvæmt rannsóknum UN Women verður meira en helmingur þeirra kvenna sem starfa á mörkuðunum fyrir daglegri áreitni og ofbeldi, á vinnutíma en einnig á leið sinni til og frá vinnu. Í flestum tilvikum upplifa konur mikinn ótta og hræðslu í kjölfar ofbeldisins. Slíkur ótti aftrar konum frá því að mæta til vinnu sem gerir þeim erfitt fyrir að afla sér tekna. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að fæstar sölukvennanna áttu bankareikning og geymdu þar af leiðandi fé heima hjá sér en hættulegt er að ferðast til og frá vinnu með afkomu dagsins á sér.
Til að sporna gegn þessu vandamáli var markaðskonum boðið að stofna bankareikning í rafrænum bönkum sem settir voru á markaði Port Moresby. Nú leggja sölukonurnar afkomu dagsins inn á sinn eigin bankareikning og þurfa því ekki að leggja sig í hættu við að ferðast með peninga á sér. Eftir að rafrænu bankaviðskiptinum var komið á hefur árásum á konur fækkað um helming.


Kaíró

Yfir 99,3 prósent kvenna og stúlkna á þéttbýlissvæðum í Egyptalandi hafa upplifað kynferðislega áreitni á götum úti, um helmingur þeirra verður fyrir áreitni daglega.
Í Kaíró þrífst ofbeldi á hvaða tíma dags en er sérstaklega slæmt á morgnanna og um miðjan dag sem gerir konum og stúlkum erfitt fyrir að komast til og frá vinnu og skóla. Um 80 prósent kvenna verða ítrekað fyrir ofbeldi í almenningssamgöngum og því hafa borgaryfirvöld í Kaíró í samstarfi við UN Women brugðist við með að að setja á laggirnar vitundarvakningarherferð um borð í farartækjum sem eru notuð í almenningssamgöngum þar sem kynferðisofbeldi er sviðsett í þeim tilgangi að vekja fólk til umhugsunar. Eins hafa bílstjórar farið á námskeið og fengið fræðslu um hvernig þeir eigi að grípa inn í aðstæður þar sem brotið er á konum og þeim gert að tilkynna slíkt ofbeldi tafarlaust til yfirvalda. Kynferðisleg áreitni er ekki skilgreind innan egypsks lagaramma og UN Women berst nú fyrir lagalegum umbótum ásamt því að vinna að betra og öruggara borgarskipulagi í Kaíró.

ATBURÐIRNIR ERU BYGGÐIR Á REYNSLUSÖGUM KVENNA UM HEIM ALLAN“ VIÐVÖRUN: MYNDBANDIÐ GETUR VALDIÐ ÓHUG UN WOMEN Á ÍSLANDI FYRIR BESTU UPPLIFUN MÆLUMVIÐ MEÐ NOTKUN Á CHROME VAFRANUM